Umbúðalaus ráðgjöf

Við veitum ráðgjöf á sviði stjórnunar og rekstrar sem er sérsniðin að ólíkum aðstæðum viðskiptavina með áherslu á einfaldar lausnir.

Aldarfjórðungs reynsla af ráðgjöf í flestum greinum atvinnulífsins skilar sér jafnan til viðskiptavina í hagnýtum lausnum.

Framkvæmdastjóri og eigandi er Haraldur Á. Hjaltason.












Stefnumótun

Nálgunin er yfirleitt greining, mótun og innleiðing stefnu en samt er alltaf um sérsniðin verkefni að ræða enda aðstæður og áherslur ólíkar. Mótun heildarstefnu er algengust en einnig getur verið um mótun hlutastefnu að ræða s.s. í samfélagsábyrgð og mannauðsmálum. Áhersla á aðalatriði skiptir mestu.

Skipulag

Artemis aðstoðar við útfærslu á stjórnskipulagi þannig að það henti aðstæðum og stuðli að árangri í starfseminni. Skýrt hlutverk og ábyrgð eru mikilvæg til að áætlanir gangi eftir. Regluleg endurskoðun skipulags er skynsamleg jafnvel þótt slíkt leiði ekki alltaf til mikilla breytinga.

Árangur

Nauðsynlegt er að hafa vel skilgreind markmið um árangur og finna hagkvæmar leiðir til að leggja mat á hann. Fáir og einfaldir mælikvarðar eru kjarninn. Þegar skilvirk ferli og markvissar umbætur eru í hjarta starfseminnar aukast líkur á framúrskarandi árangri.

Rannsóknir

Við gerum kannanir og úttektir hjá viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum hagsmunaaðilum með þeim leiðum sem hæfa hverju sinni. Viðhorfskannanir, rýnifundir, viðtöl og ýmis konar úttektir eru gjarnan hluti af ráðgjafarverkefnum en eru einnig unnar sjálfstætt.



























Hafa samband

 Netfang:

artemis@artemis.is

  Sími:

+354 893 0095